13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (2169)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Skúli Guðmundsson:

Þetta frv. um hafnargerðir og lendingarbætur er búið að ferðast nokkuð milli deilda. Ég tel þörf á að fá fulla afgreiðslu á þessu máli, en get hins vegar búizt við, að málið dagi uppi, ef farið verður að breyta því enn þá, því að þá yrði málið að leggjast fyrir sameinað þing. Ég vil því leggja á móti, að þessar skrifl. brtt. verði samþ., þar sem ég tel þær ekki heldur skipta miklu máli.