12.04.1946
Efri deild: 105. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1301 í B-deild Alþingistíðinda. (2234)

32. mál, búnaðarmálasjóður

Frsm:

2. minni hl. (Þorsteinn Þorsteinsson) : Ég var búinn við 2. umr. að tala um þetta mál og þarf því ekki miklu við það að bæta, sem ég sagði þá. En af því mér datt í hug að flytja hér örlitla brtt. við frv., og þá um leið kanna enn betur hugi þeirra manna, sem hér eiga sæti í d., til Búnaðarfélags Íslands, þá vil ég leyfa mér, með leyfi hæstv. forseta, að bera upp þessa brtt. Það er aðeins breyt. á einu orði, að í staðinn fyrir „Búnaðarbanki Íslands“ komi : Búnaðarfélag Íslands. — Það hefur verið í l. áður, að Búnaðarfélag Íslands ætti að hafa allt reikningshald og fjárvarðveizlu fyrir búnaðarmálasjóð, og það sé ég enga ástæðu til að tekið sé af því félagi og sett í hendur Búnaðarbanka Íslands. Þetta virðist aðeins gert til þess að reyna að niðurlægja þessa stofnun, Búnaðarfélag Íslands, og mér finnst nóg að svipta búnaðarþing umráðum yfir sjóðnum, þó að Búnaðarfélaginu sé trúað fyrir því að ráðstafa þessum sjóði og hafa hann í sinni varðveizlu. Ég leyfi mér svo að afhenda hæstv. forseta þessa skriflegu brtt.