10.04.1946
Efri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1366 í B-deild Alþingistíðinda. (2290)

149. mál, virkjun Sogsins

Bjarni Benediktsson:

Ég veitti því athygli áðan, að hv. Nd. hefur gert breyt. á frv. í gagnstæða átt við það, sem bæjarráð Reykjavíkur hefur mælzt til. Þar sem frv. er flutt að beiðni bæjarráðs í upphafi og hér er um að ræða eitt höfuðatriði frv., þá vil ég mælast til, að hæstv. forseti taki málið af dagskrá. Ég vildi óska, að málið nái fram að ganga, en vil bera mig saman við aðra aðila og vita, hvort hægt er að fallast á þessa breyt. eða ekki.