04.10.1945
Neðri deild: 2. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

Kosning fastanefnda

Eysteinn Jónsson:

Ég kom að máli við hæstv. forseta og spurði, hvort hægt væri að fá samkomulag um, að kosningum væri frestað í d., þar til lokið væri nefndakosningu í Sþ., en fundur í Sþ. á að hefjast kl. 3½. Mætti koma þessu við, ef hv. þdm. vildu á það fallast. Það er í samræmi við venjuna, og getur verið heppilegra, að það fari þannig fram.