13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1384 í B-deild Alþingistíðinda. (2317)

149. mál, virkjun Sogsins

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég hjó eftir því hjá hæstv. samgmrh., þegar hann talaði um rafveitur, að hann sagði, að það, sem þarna ætti að gera eða stæði til að gera, stæði Framsfl. næst fyrir þessi orð hans vil ég alveg sérstaklega þakka honum. Hann finnur, að hvenær sem góð mál eru á ferðinni, þá standa þau sérstaklega nálægt Framsfl. Þetta kom tvisvar fram í hans ræðu. Ég vil sem framsóknarmaður þakka honum fyrir þessa viðurkenningu.