17.12.1945
Efri deild: 50. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1394 í B-deild Alþingistíðinda. (2330)

144. mál, Austurvegur

Flm. (Eiríkur Einarsson) :

Það gladdi mig að heyra, að hv. þm. Barð. leggur annan skilning í sín ummæli en ég gerði, og gerði ég þó vel. Ég veit, hvað vakti fyrir mþn. þegar hún samdi þetta álit. Það voru eingöngu búhyggindi. Það er margt fleira, sem athuga þarf, en kostnaðurinn við vegarlagninguna. Þar kemur líka til greina ending farartækjanna, rekstrarkostnaður, benzín o. fl., en um það skal ég ekki ræða nú. En ég skal heita þm. Barð. því, að það; sem hann benti á, skal tekið til athugunar í n., þótt ég búist við, að hún geri sínar till. um þetta.