16.04.1946
Neðri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1644 í B-deild Alþingistíðinda. (2374)

184. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Bjarni Ásgeirsson:

Ég tel ekki þörf á því að hrekja þetta mál milli deilda vegna þessarar breyt. Ég hygg, að ríkisstj. geti fyrirskipað hreppstjórum skýrslugerð í eitt skipti enn, þótt það sé ekki beint fram tekið í l. Ég greiði því atkv. gegn þessari brtt. og segi nei.

Brtt. 874, svo breytt, samþ. með 13:10 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: SkG, SvbH, BK, EystJ, GÞ, GTh, HelgJ, IngJ, JS, JörB, PZ, PÞ, PO.

nei: SEH, STh, BÁ, EOl, FJ, HB, JPálm, LJós, SigfS, SG.

SK, StJSt, BG greiddu ekki atkv.

9 þm. (SÞ, ÞB, ÁkJ, AÁ, EmJ, GSv, JJós, ÓTh, SB) fjarstaddir.

Frv., svo breytt. samþ. með 25 shlj. atkv. og endursent Ed.