10.04.1946
Efri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1496 í B-deild Alþingistíðinda. (2627)

29. mál, fræðsla barna

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins mótmæla rangfærslum hv. þm. Barð. og að ég hafi farið rangt með orð hans. Hann gaf sjálfur fyllilega tilefni til ályktunar, sem ég gerði, að enginn skyldi hugsa, að hann fylgdi hæstv. ráðh. eftir þau orð.

Ég get fallizt á till. hv. 6. þm. Reykv. um frí kennara, en get ekki haft neina vissu um afbrigði, ef ég tek till. aftur. Gæti þá farið svo, að barnakennarar fái ekki neitt frí, en hinir fá það samkv. frumv. í neðri deild. Vil ég því, að þetta gangi til atkv. hér í þessari hv. þingd.

Ég álít, að till. mín með brtt. minni sé hófleg, og vænti, að allir sanngjarnir menn greiði atkv. með málinu á þessu stigi.