15.04.1946
Efri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1499 í B-deild Alþingistíðinda. (2648)

29. mál, fræðsla barna

Gísli Jónsson:

Ég hefði haldið, að einhver mundi benda á þær breyt., sem gerðar hafa verið í Nd. Hér í deild var t. d. fellt að mynda sérstakt læknisembætti við skólana og talið, að það gæti fylgt embættum hvers umdæmis að annast skólana. Þetta hefur verið sett hér inn aftur í Nd. Vænti ég, að forseti fresti atkvæðagreiðslu um málið.