08.04.1946
Neðri deild: 104. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1741 í B-deild Alþingistíðinda. (2698)

172. mál, nýbyggingar í Höfðakaupstað

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég leyfi mér að þakka fjhn. fyrir góða afgreiðslu á þessu máli. N. hefur orðið sammála okkur hvað viðkemur afgreiðslu þessa máls, og er hér megintilgangurinn með þessu frv. að vinna gegn þeirri stefnu, að allt fólkið stefni til hinna stærri bæja. Nýbyggingarráð hefur unnið að þessu með miklum áhuga, og er mér óþarft að endurtaka úr ræðu flm. við 1. umr. þessa máls. Ég vil aðeins þakka n. fyrir góðan stuðning og afgreiðslu, og vona ég, að þessi hv. d. afgreiði málið þannig, að það fái góða afgreiðslu.