03.04.1946
Neðri deild: 101. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1760 í B-deild Alþingistíðinda. (2815)

159. mál, síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins

Frsm. (Lúðvík Jósefsson) :

Herra forseti. Sjútvn. hefur haft þetta mál til athugunar og mælir með, að frv. nái fram að ganga með nokkrum breyt. Þannig leggur n. til, að 3. gr. frv. falli niður, því að ýmsum mönnum þótti eignarnámsheimildin í þeirri gr. of víðtæk, og féllust flestir á, að hún þyrfti ekki að vera í lögunum. Var það álit n. allrar, að ef til kæmi, að taka þyrfti eignarnámi lóðir eða annað, þá mundi nægur tími til að ákveða það síðar. N. leggur og til, að breyt. verði gerð á 4. gr. og hún umorðuð eins og stendur á þskj. 469. Þar er skýrt tekið fram, að ráðh. skipi 3 manna stjórn fyrir verksmiðjuna, en í frv. er gert ráð fyrir, að það sé gert með reglugerð. Einn nm., hv. 2. þm. S.-M., leggur þó til, að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins verði falin stjórn þessarar verksmiðju. — Að öðru leyti er n. sammála um, að þetta frv. nái fram að ganga með þeim breyt., sem ég gat um.