24.04.1946
Efri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (2908)

31. mál, menntaskólar

Frsm. (Ásmundur Sigurðsson) :

Ég gat þess við 2. umr., að meiri hl. menntmn. hefði í hyggju að flytja brtt. við frv. og bæta inn í það ákvæði svipuðu því, sem er í þeim frv., sem nú er búið að samþ. í þessari hv. d. Nú liggur þessi brtt. fyrir á þskj. 917, og að henni standa hv. 1. þm. Reykv., hv. 2. þm. Árn. og ég, og þó að það sé ekki beint tekið fram, að aðrir nm. standi að till., skal ég geta þess, að það er ekki ástæða til að ætla, að þeir nm., sem ekki voru á fundinum, séu andvígir því að bæta þessu ákvæði inn í frv. En flm. vænta þess, að till. verði samþ.