24.04.1946
Efri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (2912)

31. mál, menntaskólar

Haraldur Guðmundsson:

Út af brtt. frá hálfu menntmn. vil ég taka það fram, að ég var ekki á fundi n., þegar hún var afgr. En brtt. við frv. um gagnfræðaskóla, sem borin var fram af mér við 2. umr., var felld, og ég skal játa, að úr því að hún var felld, þá er samræmi í því, að þessi breyt. væri gerð, og mun ég því ekki greiða atkv. á móti henni, en ég mun ekki heldur greiða atkv. með henni, eins og málið er vaxið.