27.04.1946
Neðri deild: 128. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2056 í B-deild Alþingistíðinda. (2920)

31. mál, menntaskólar

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti: Í fjarveru hv. frsm. menntmn. (GTh) þykir mér rétt að gera grein fyrir breytingum hv. Ed. á þessu frv. En þær breytingar eru þessar:

Nýrri gr. hefur verið bætt inn í frv., og er hún um kennsluskyldu. Áður voru ákvæði í reglugerð, en Ed. þótti réttara að hafa þau í l. Hér er gerð sams konar breyt. og við frv. um gagnfræðanám. Nú er gert ráð fyrir 30 stundum, miðað við 45 mín. Ég tel þetta vera til bóta, og þar með er ákveðið með l., hver sé skyldukennsla. Þetta atriði hefur eigi verið til umr, í menntmn. hv. Nd., en ég vona og hygg, að nm. muni á einu máli um, að hér sé bót á ráðin, og verði ánægðir með það.

Þá hefur orlofsákvæðinu verið breytt, þannig að nú getur hver kennari aðeins einu sinni fengið orlof á kennsluævi sinni, en áður var miðað við 10. hvert ár.

Ég legg svo til, að frv. verði samþ. í þeirri mynd, er það hefur komið í frá hv. Ed., og vænti þess, að meðnm. mínir séu mér sammála um það.