17.04.1946
Efri deild: 110. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1875 í B-deild Alþingistíðinda. (3096)

30. mál, gagnfræðanám

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Ég man ekki eftir því, að er ég var í ríkisstj., hafi nokkurn tíma verið út frá því vikið, að ég færi eftir útnefningu skólanefndanna á kennurum. En nú er það ekki lengur að dylja, að ný aðferð hefur verið upp tekin, og sagt er í gamalli löggjöf, að embætti skuli veitt að fengnum till. skólanefnda. Nú er það orðin venja að breyta út af þessu, og ég undrast það, að taka þurfi nú þennan rétt af skólanefndunum.

Sagt er, að skólanefndir skuli kosnar af sýslunefnd, og er séð þannig fyrir aðstöðu fræðslumálastj., að hún skipar formann, og ráðh. sér um það. Skólanefndarform. eru representaðir um meira, en ráðherra hefur meira vald en tillögur frá héraði. Nú er þó sagt svo í c-lið gr., að skólanefndir skuli láta á té rökstutt, álit um umsækjendur, og ef nú fræðslumálastjórnin samþykkir ekki a, b eða c, þá er ekkert annað en hundsa till. skólanefndanna.

Hvað við kemur 10. gr., þá finnst mér það eðlilegt, að skólanefndirnar bendi á , þá menn, er þær vilja fá sem skólastjóra, og ætti þetta að vera það minnsta tillit, sem tekið væri til þeirra. Hv. 1. þm. Reykv. sagði, að meiri hl. þjóðarinnar réði því. Þetta er ekki einu sinni sniðug blekking, ef sá maður, sem hefur starf menntmrh., skipar skólanefndarform á móti vilja í héraði, en þar er líka kosið, og sá maður, sem fer nú með ráðherradóm í þessum málum, hann hefur aðeins 20% þjóðarinnar á bak við sig. Nei, þetta er ekki einu sinni sniðug blekking. Hins vegar er hér um að ræða pólitíska samninga milli flokka. Hæstv. núv. menntmrh. hefur notað vald sitt til þess að skipa menn í stöður sér í pólitískan hag. Hv. 1. þm. Reykv. hefur gert samning við hæstv. menntmrh. og segir, að lög séu ekki eilíf og dagar komi á morgun og þá sé hægt að slaka á klónni í svip, og sé nú verið að ganga á hag skólanefndanna, þá megi breyta lögunum aftur. Ég hygg, að þetta sé nú hitamál af hendi hæstv. menntmrh. og lítils virði sé að bera fram brtt. og þess vegna verði brtt. hv. 1. þm. S.-M. ekki samþ., en hún kom fram í þeirri von, en það sýnist svo, að um þetta mál sé samið, og mér finnst vænt, ef breyta má þessu seinna. Ég sé ekki rök fyrir því, að ekki megi skipta um valdsvið, ef brtt. hv. 1. þm. S.-M. væri samþ. og milt væri farið í sakirnar, og ég skil ekki hv. 1. þm. Reykv. og hæstv. kennslumrh., ef þeir tala um rétt skólanefndanna, hvers vegna þeir fella brtt. hv. 1. þm. S.-M. Hér er verið að sniðganga skólanefndirnar, en ég vil ekki væna hæstv. ráðh. frekar en aðrir nema um allt það bezta, en ég tortryggi notkun þess valds, sem afhent er í hendur hæstv. ráðh. til að skipa skólastjóra og skólanefndarformenn, og ef þessi ákvæði verða samþ. án samþykktar brtt. hv. 1. þm. S.-M., þá er það vilji í þessu máli, að fræðslumálastjórnin virði ekki vilja skólanefndanna.