17.04.1946
Efri deild: 110. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1876 í B-deild Alþingistíðinda. (3097)

30. mál, gagnfræðanám

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Herra forseti. Mikið gerir hv. þm. Str. sér upp, er vonað er að fá brtt. hv. 1. þm. S.-M. samþ. Hann segir, að ákvæði frv. hafi ekki áður verið í l. Ég sé nú ekki muninn og vil ég benda á barnafræðslulögin, svo orðalagi er ekki breytt í öllum lagabálknum. Það er ekkert nýtt ódæði við það að endurtaka sömu ákvæðin í þessu, og hv. þm. Str. talaði um hita hæstv. kennslumrh. í þessu máli, en á þetta ekki frekar við um þennan hv. þm. sjálfan og brtt. hv. 1. þm. S.-M.?

Ég vil upplýsa, að frv. hefur meiri hl. stj. að baki sér, og slíkt er þingræði, en það eru réttindi lýðræðisins að skipa stjórnir. Þetta getur hv. þm. Str. ekki skilið, en hann sat nú sjálfur 8 ár í ríkisstj. með lítinn hluta þjóðarinnar að baki sér, en það var þá þingræðisstj., og mig furðar ekki, þótt komið hafi fyrir við og við, að skólastjórar hafi verið skipaðir pólitískt, eða var það ekki Framsfl., sem skipaði á sínum tíma Sigurð Thorlacíus í skólastjórastöðu gagnstætt vilja skólanefndar? — Ég skal svo ekki segja fleira um þetta.