23.11.1945
Neðri deild: 38. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1880 í B-deild Alþingistíðinda. (3115)

107. mál, húsmæðrafræðsla

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson):

. Þetta er 7. og síðasti liður frv., sem mþn. í skólamálum flytur að beiðni menntmrh. Áður eru til tvenn lög varðandi húsmæðrafræðslu, þ. e. lög frá 1938, um húsmæðrafræðslu í sveitum, og lög frá 1941, um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum, en með þessu frv, er gert ráð fyrir, að þessi lög verði færð í eitt og húsmæðrafræðslan samræmd. Menntmn. d. hefur ekki haft málið til meðferðar, en n. mun taka málið til ýtarlegrar meðferðar að þessari umr. lokinni.