15.03.1946
Neðri deild: 88. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1885 í B-deild Alþingistíðinda. (3129)

107. mál, húsmæðrafræðsla

Sigfús Sigurhjartarson:

Eftir 2. umr. málsins tók menntmn. frv. til nýrrar athugunar, og varð hún sammála um að taka til greina sjónarmið hæstv. dómsmrh. og aths. hans. Hefur því n. borið fram brtt. á þskj. 555.

1. Um kjör skólanefnda. Þ. e., að kvenfélagasamband, sem hefur þessi mál á stefnuskrá sinni, hafi rétt til að tilnefna menn í skólan. Ef hins vegar ekkert samband sé starfandi á staðnum, skuli kvenfélag þar með húsmæðrafræðslu á stefnuskrá sinni öðlast slíkan kjörrétt. Hæstv. ráðh. taldi rétt að gera ráð fyrir þessum möguleika. En viðkomandi bæjarstjórn eða sýslunefnd skyldi eiga kjörréttinn, ef hvorugu þessu væri til að dreifa. En í frv. var gert ráð fyrir, að einungis kvenfélagasamband skyldi eiga þennan kjörrétt. Og n. tók til greina bendingu hæstv. ráðh. að láta kjörréttinn ganga áfram, ef hann yrði ekki notaður af hlutaðeigandi sambandi eða félagi. Þessi breyt. skiptir eiginlega alveg sérstöku máli.

2. Brtt. við 7. gr. miðar að því að gera ótvírætt, að aðeins sé um að ræða íbúðir við heimavistarskóla og einvörðungu íbúðir þeirra skólastjóra, kennara, nemenda og starfsmanna, er búi í húsnæði sjálfs skólans.

3. Brtt. við 10. gr. er um það, að heimavistarnemendur skuli greiða húsaleigu.

Ég ætla, að menntmn. hafi alveg komið til móts við vilja hæstv. dómsmrh. með þessari brtt.