08.12.1945
Sameinað þing: 14. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í B-deild Alþingistíðinda. (313)

16. mál, fjárlög 1946

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að segja hér örfá orð út af ummælum hv. þm. Barð. Hann hefur talað mjög um það, hve Barðastrandarsýsla hafi verið vanrækt hváð vegagerðir snertir. Þetta get ég viðurkennt. En ég tel þá, að Austur-Skaftafellssýsla hafi ekki síður verið vanrækt hvað brúargerðir snertir. Hún er almesta vatnahérað á landinu. Árnar, sem þyrfti að brúa, eru áreiðanlega a. m. k. 20. — Fyrsta brúin kom í sýsluna 1910, sú næsta 1932, sú þriðja 1936 og sú fjórða 1945. Þess vegna held ég það sé ekki mikil frekja, þótt farið sé fram á að fá 100 þús. til brúargerða í sýslunni. Vegamálastjóri hefur lagt til, að Holtakíll yrði brúaður næst, en nú liggur fyrir samþykki frá sýslunefndinni að fá Laxá brúaða á undan. Þess vegna fórum við fram á, að fjvn. gerði skipti á Laxá og Holtakíl. Ég vil algerlega taka undir till. hv. þm. A.-Sk., að við þurfum einnig að fé fé til að brúa Holtakíl, og ég tel, að við komum ekki aftan að fjvn. með þeim óskum. Mun ég svo ekki hafa orð mín fleiri.