16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1886 í B-deild Alþingistíðinda. (3135)

107. mál, húsmæðrafræðsla

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Herra forseti. Brtt. þær, sem n. ber fram við þetta frv., eru samhljóða þeim brtt., sem ég lýsti við málið hér næst á undan, um gagnfræðanám. 5. gr. í þessu frv. samsvarar 10. gr. í hinu, og miðast brtt. við það. Brtt. við 7. gr. er samhljóða brtt. við hitt frv. — Brtt. við 22. gr. fjallar um að bæta við tveim húsmæðraskólum, sem hafa fengið styrki og hlotið gott orð. Virðist ekki ástæða til annars en þeir njóti sömu réttinda og aðrir húsmæðraskólar, þótt þeir falli máske ekki inn í heildarkerfið í framtíðinni.

Ég sé svo ekki ástæðu til að ræða þetta mál neitt nánar. N. mælir með, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem hún leggur til.