08.12.1945
Sameinað þing: 14. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

16. mál, fjárlög 1946

Gísli Jónsson:

Ég vil leyfa mér að upplýsa í annað skipti á þessu Alþ., að þetta er aðeins leiðrétting, þannig að n. þótti rétt að taka þessar 22 þús. kr. út úr grunnlaunum og verðlagsuppbót, þar sem þær voru meðtaldar og áttu að vera til stundakennslu. Raskar þetta á engan hátt laununum, og svo er um flestar þær till., sem felldar hafa verið, að menn hafa greitt atkv. um flestar þeirra, án þess að þeir vissu, hvað þeir væru að gera, og segi ég já.