24.04.1946
Neðri deild: 119. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2014 í B-deild Alþingistíðinda. (3245)

139. mál, almannatryggingar

Sigurður Thoroddsen:

Herra forseti. Þetta er mikið mál. Vitað er, að verulegur ágreiningur er í því upp kominn, og standa nú um það samningar milli allra flokka. Mikið er um það deilt, hvort samþykkja skuli þetta frv. eða ekki. (Rödd af þingbekkjum: Er ekki samtal bannað í salnum? — Forseti: Forseti úrskurðar um hvenær samtal megi fram fara og hvenær ekki). Ég flutti við 2. umr. málsins brtt. á þskj. 900 við 11. gr. frv., og þá till. tek ég nú upp við þessa umr. Annars skora ég á hæstv. forseta að geyma málið og mundi fallast á að láta kyrrt liggja um sinn, ef hann gefur hlé á umr.