27.04.1946
Neðri deild: 128. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2096 í B-deild Alþingistíðinda. (3347)

142. mál, sameining Selfossbyggðar í eitt hreppsfélag

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson) :

Hin eina breyt., er gerð var á frv. í Ed., er sú, að gildistöku l. var breytt í 1. jan. 1947, úr 1. júní, og var það gert eftir mjög eindregnum tilmælum sýslumannsins í Árnessýslu. Hefur hann ritað mér sérstaklega um málið, og í bréfi sínu greinir hann rök fyrir áliti sínu. Skal ég svo, með leyfi hæstv. forseta, lesa upp þann kafla bréfsins, er að þessu lýtur:

„Að svo miklu leyti, sem ég hef haft tóm til að athuga málið, er ég á þeirri skoðun, að réttara sé að hafa gildistökudaginn 1. jan. 1947. Lögin mundu þá að vísu hafa í för með sér nýjar hreppsnefndarkosningar í Selfosshreppi og Sandvíkurhreppi hinum nýja, en í þessum hreppum verður kjörsókn auðveld og ekkert við það