26.04.1946
Neðri deild: 124. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2106 í B-deild Alþingistíðinda. (3429)

248. mál, kosningar til Alþingis

Eysteinn Jónsson:

Þessi breyt., sem hér er á ferðinni á kosningalögunum, er þess efnis að leyfa mönnum að greiða atkvæði hjá útsendum mönnum erlendis. Hv. 8. þm. Reykv. hefur nú flutt brtt. þess efnis að leyfa einnig mönnum á sjúkrahúsum að kjósa. Þetta er sanngirnismál, og hefur mörgum sviðið það, að þessir menn skuli ekki fá að kjósa, en þegar þessi l. voru sett, þótti ekki fært að ganga lengra en þau ákveða, enda er sannast sagna erfitt að ákveða, hvar á að nema staðar, ef farið er að rýmka þessi ákvæði, en gömlu heimakosningarnar mun enginn vilja. — Ég tel, að þessi brtt. sé varhugaverð, t. d. eru læknar sjúkrahúsanna ættir í mikinn vanda, þar eð þeir geta auðveldlega verið vændir um að hleypa sjúklingum inn á sjúkrahúsin fyrir kjördag í pólitísku augnamiði.

Ég vildi mælast til, að málinu yrði frestað til morguns, þar sem erfitt er að koma með brtt. án nokkurs undirbúnings.