17.04.1946
Neðri deild: 113. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2120 í B-deild Alþingistíðinda. (3467)

241. mál, fyrningarafskriftir

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Ég átti að hafa framsögu í þessu máli, en ég var ekki við, en hæstv. fjmrh. tók af mér ómakið ásamt 2. þm. N.-M.

Frv. er flutt af sjútvn. eftir tilmælum hæstv. fjmrh., og skýrði hann frá tilgangi frv. og svaraði aths., er fram komu frá hv. 2. þm. N.-M., en hann spurði, hvað við væri átt í 1. gr. með „önnur skip“, en hún telur upp fyrirtæki þau, sem njóti hlunninda þeirra, sem frv. fjallar um. Þar eru taldar 4 tegundir skipa og þar með önnur veiðiskip, og er þar átt við hval- og selveiðiskip. Sjútvn. vildi breyta frv., en frv. varð að fara í prentun áður en hún gat gengið frá því. Brtt. mín er varðandi það að taka með inn í 1. gr. frv. þau fyrirtæki, sem vinna að landbúnaðarafurðum. Ég les hana ekki hér, því að ég mun ekki leggja hana fram fyrr en við 2. umr., en ég vildi lýsa henni.