17.04.1946
Neðri deild: 116. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2129 í B-deild Alþingistíðinda. (3489)

241. mál, fyrningarafskriftir

Sigurður Kristjánsson:

Þegar ég tók til máls áðan, vissi ég ekki, að ætlunin væri að ljúka málinu nú í kvöld. En síðan reyndi ég að ná tali af meðnm. mínum. Bar ég það undir þá, hvort þeir væru með að bæta inn í frv. Enginn þeirra vildi samþ. neitt í þá átt, sem rætt var um, en hv. 2. þm. S.-M. var, eftir því sem ég bezt veit, meðmæltur öðru atriði, nefnilega að flutningaskip nytu réttindanna. Ég segi svo að endingu, að fjórir nm. leggja til, að ekki verði neinu bætt við frv., en veit, að einn nm. er á annarri skoðun að því er snertir flutningaskip.