04.04.1946
Neðri deild: 102. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1603 í B-deild Alþingistíðinda. (3509)

141. mál, stofnlánadeild sjávarútvegsins

Forseti (BG) :

Mér hafa borizt tvær brtt. skriflegar. Önnur er frá meiri hl. sjútvn., við brtt. á þskj. 623, svo hljóðandi :

„Við 5. till. (5. gr.). Tillagan orðist þannig:

Á undan 5. gr. kemur ný gr., er verður 5. gr., svo hljóðandi:

Útgerðarfélög og útgerðarmenn, sem eiga fé í Nýbyggingarsjóði, sbr. lög nr. 20 1942, og ekki gera ráðstafanir til þess að verja því til kaupa á nýjum skipum eða öðrum framleiðslutækjum, skulu leggja fé þetta á vaxtalausan innlánsreikning í stofnlánadeildinni, og skal féð geymt þar, unz því er ráðstafað í samræmi við ákvæði gildandi laga.

Framangreindum ákvæðum skal fullnægja innan 6 mánaða frá gildistöku laga þessara.“ Hin er við brtt. á þskj. 623 og hljóðar svo :

Aftan við 2. málsgr. í tölulið 8 bætist: eða aukatrygging í fasteignum er sett. Þessi brtt. er frá Sigurði Kristjánssyni og Jóhanni Jósefssyni.

Það þarf afbrigði fyrir báðum þessum tillögum, þar sem þær eru of seint fram komnar, og leyfi ég mér að bera báðar brtt. upp samtímis, ef enginn mælir því í gegn.