03.04.1946
Efri deild: 98. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2173 í B-deild Alþingistíðinda. (3569)

Varamaður tekur þingsæti o. fl.

Forseti (StgrA) :

Ég vil í tilefni af ummælum hv. þm. Barð. taka það fram, að ég tel ekki, að minn úrskurður hafi gefið tilefni til þess, sem hann talaði um, að þingflokkar geti flutt þm. milli d. eftir óskum sínum. Úrskurður minn var aðeins um það, að 7. landsk. þm. (KA) hefði rétt til þess að víkja af þingi vegna anna og að Sósfl., sem þessi þm. var fulltrúi fyrir, hefði um leið rétt til þess að láta varamann taka sæti í d. í staðinn, og varamaður sitji þannig í fullum réttindum. Sósfl. hafi haft rétt til þess að láta þann varamann í röðinni, sem tækifæri hefði til þess að sitja á þingi, mæta í staðinn fyrir þann mann, sem varð að víkja vegna anna.