05.02.1946
Sameinað þing: 24. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (3670)

67. mál, húsaleiga

Páll Zóphóníasson:

Með því að fallin er grundvöllurinn undan till. þessari eins og hún var því að það var hugsað í upphafi, að hún yrði samþ. fyrir jól og að ríkisstj. léti rannsaka þessi mál og legði niðurstöður þeirrar rannsóknar fram fyrir 1. febrúar s. l. — og þar sem þetta var ekki gert og þar með er fallinn upphaflegi grundvöllur þessarar till., og þar sem þetta verður ekki hægt fyrr en í haust, er útilokað, að samþykkt till. nái að koma fram því ætlunarverki, sem Alþ. ætlaðist til, og segi ég því nei.

Till., svo breytt, samþ. með 19:1 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: StJSt, ÞÞ, ÞB, BG, BK, EOl, GJ, HB, HG, IngJ, JJós, JörB, LJóh, PHerm, PÞ, SG, SK, SÞ, JPálm.

nei: PZ.

SkG, SvbH, EystJ, GÞ, HelgJ, HermJ. PO greiddu ekki atkv.

25 þm. (StgrA, ÁkJ, ÁÁ, BSt, BÁ, BBen, BrB, EE, EmJ, FJ, GSv, GÍG, GTh, IngP, JS, JJ, KA, LJós, MJ, ÓTh, PM, SigfS, SB, SEH, STh) fjarstaddir.