05.02.1946
Sameinað þing: 24. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (3671)

67. mál, húsaleiga

Forseti (JPálm) :

Samkv. atkvgr. þeirri, sem hér hefur fram farið, stenzt ekki fyrirsögn þáltill., með því að felld hafa verið burt ákvæði í upphafl. tillgr. um, að kosin skyldi milliþinganefnd til þess að athuga þetta mál. Verður því að telja sjálfsagt, að fyrirsögn ályktunarinnar verði leiðrétt í samræmi við ákvæði hennar, þótt eigi hafi komið fram um það brtt. Legg ég til, að fyrirsögnin verði á þessa leið :

Þál. um rannsókn á áhrifum húsaleigulaganna og endurskoðun í þeim. Tel ég það samþ. án atkvgr., ef enginn mælir því í gegn.

Till. afgr. með framanskráðri fyrirsögn sem ályktun Alþingis (A. 399).