11.04.1946
Efri deild: 104. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í C-deild Alþingistíðinda. (3814)

112. mál, jarðhiti

Frsm. (Bjarni Benediktsson) :

Í sambandi við þessa rökst. dagskrá vil ég spyrja hæstv. forseta, hverjir séu afgreiðsluhættir frá skrifstofu Alþ., hvort þær rökst. dagskrár, sem fela í sér áskoranir til stj. um sérstaka meðferð á málinu, séu ekki afgr. á sama hátt og þál. til ríkisstj., eða hvort þær séu látnar bíða og ekki birtar fyrr en í þingtíðindunum, því að þá er ekki að vita, að stj. verði kunnugt um þetta fyrr en eftir nokkur ár. Þetta hefur mikla þýðingu, og vil ég óska eftir upplýsingum um það.