17.04.1946
Neðri deild: 114. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í C-deild Alþingistíðinda. (3852)

96. mál, landshöfn í Höfn í Hornafirði

Jörundur Brynjólfsson:

Aðeins örfá orð. Það er komin fram rökst. dagskrá frá sjútvn., þar sem tilgreindir eru nokkrir staðir sem landshafnir. Ég vænti þess vegna, að samþ. verði brtt., sem ég legg fram þess efnis, að til viðbótar kæmi Þorlákshöfn. Það vita allir, sem til þekkja, hversu nauðsynlegt er að fá þarna höfn, bæði fyrir Suðurlandsundirlendið og þá ekki síður fyrir Vestmannaeyjar, sem mundu fá þar góðan griðastað í vondum veðrum. Vona ég, að hv. d. fallist á þetta. Ég get upplýst, að hæstv. samgmrh. er málinu mjög fylgjandi.