11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í D-deild Alþingistíðinda. (3854)

162. mál, hveraorka á Reykhólum

Flm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Hér er önnur till. á þskj. 395 um að fela ríkisstj. að láta rannsaka, hvort unnt sé að fá nægilega hveraorku á Reykhólum til þess að framleiða rafmagn fyrir væntanlegar stofnanir þar og nærliggjandi sveitir. Og skipulagsnefnd atvinnumála hefur lagt til, að sett verði á stofn saltvinnslustöð á Reykhólum. Nú hefur Alþ. ákveðið, að reist verði tilraunastöð í jarðrækt á Reykhólum, og einnig má búast við, að þar komi skóli á næstu árum og ef til vill stofnað til frekari framkvæmda. En þó ekki væri nema tilraunastöðin ein, þá þarf rafmagn. Ég tel ekki nauðsynlegt, að þetta mál fari til fjvn. Ég vona, að ríkisstj. telji þetta framkvæmanlegt án sérstakrar fjárveitingar. Ég vænti, að málið verði sent til fjvn., og vona, að forseti fái hv. þm. inn til þess að greiða atkv., því að mér er það áhugamál, að þessi till. nái fram að ganga.