12.12.1945
Sameinað þing: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í D-deild Alþingistíðinda. (3900)

143. mál, vatnsveita og holræsagerð í Keflavík

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Eins og þáltill. á þskj 319 ber með sér, er þar farið fram á, að ríkisstjórninni verði heimilað að ábyrgjast lán til vatnsveitu og holræsagerðar í Keflavík, allt að 1500 þús. kr. Varðandi rök fyrir þessu máli læt ég nægja að vísa til grg. Þar er allt tekið fram, er máli skiptir.

Ég vænti, að Alþ. sjái þörf þessa máls og samþ. það. — Vil ég mælast til, að málinu verði að umr. lokinni vísað til fjvn.