28.03.1946
Sameinað þing: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í D-deild Alþingistíðinda. (3902)

143. mál, vatnsveita og holræsagerð í Keflavík

Frsm. (Pétur Ottesen) :

Herra forseti. Áður hefur verið gerð grein fyrir því í sambandi við annað mál, hvernig standi á drætti málsins hjá fjvn., og bæti ég þar engu við.

N. hefur athugað málið og gengið úr skugga um, að ástæður þær, sem nefndar eru í grg., séu fullkomlega á rökum reistar. Enn fremur hefur n. kynnt sér það atriði, að til þess að koma þessu í framkvæmd, þá sé Keflvíkingum nauðsynlegt að fá umrædda heimild, og mælir n. því með því, að ábyrgðin sé veitt, en þó með breyt. frá þskj. 319, og skuli bætt við, að ábyrgðin nemi ekki nema 85% af kostnaði við verkið, og þar með fylgt reglu, er tekin hefur verið upp í sams konar tilfellum, og skuli ríkisstj. hafa eftirlit með verkinu.

N. leggur til, að till. verði samþ. með þessari breyt.