15.03.1946
Sameinað þing: 33. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í D-deild Alþingistíðinda. (3919)

86. mál, fiskirannsóknir og fiskirækt í Hamarsfirði

Skúli Guðmundsson:

Ég hef skrifað undir nál. með fyrirvara. En ég vil taka það fram, að það þýðir ekki það, að ég vilji draga úr því, að þær rannsóknir verði gerðar á þessum stað, sem till. hljóðar um. Ég hefði aðeins talið eðlilegra, þótt ég gerði það ekki að ágreiningi í fjvn., að till. væri víðtækari en þetta, því að ég tel, að það þurfi að leggja áherzlu á það, að fiskirannsóknir verði gerðar ekki á þessum eina stað, heldur mjög víða við strendur landsins. — Ég vildi aðeins taka þetta fram viðvíkjandi mínum fyrirvara, en sé ekki að öðru leyti ástæðu til að ræða frekar um málið.