12.04.1946
Neðri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í C-deild Alþingistíðinda. (3954)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Sveinbjörn Högnason:

Herra forseti. Ég tel æskilegt að fá betri skýringar á þessu hjá hv. frsm. og sérstaklega hvaða þörf er að afgr. þetta svo fljótt. Eftir því sem hér er um að ræða, þá á að veita ráðherra heimild til að veita mörg embætti og einnig heimild til að veita undanþágu frá menntunarkröfum þessara sérfræðinga. Ég tel æskilegt að fá að heyra frá hv. frsm., hvaða breytingar það eru, sem hér er lagt til, að verði gerðar. Og hvað mörg embætti á að veita? Ég vil líka spyrja hann, hvort svo er sem mér skilst, að ráðh. ráði, hvað marga sérfræðinga hann tekur, og hvort hann fái einnig að ákveða, hvaða menntun þeir hafi.