12.04.1946
Neðri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í C-deild Alþingistíðinda. (3955)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Frsm. (Gunnar Thoroddsen) :

Þessi ræða er sérkennileg, að bölsótast áður en umr. fara fram og ekki er búið að halda framsöguræðu. Ég mun gera grein fyrir þessu máli fyrir hönd menntmn.

Með lögum frá 1935 var stofnað til rannsókna í þágu atvinnuveganna, og árið eftir var sett í háskólalögin, að ein deildin skyldi heita atvinnudeild. Menntmrh. skipaði í fyrra nefnd, sem gera skyldi till. um atvinnudeild háskólans og samband hennar við þá stofnun. Þessi n. skilaði ýtarlegu áliti, og er þetta frv. að mestu byggt á till. hennar. Breytingar þær, sem þetta frv. felur einkum í sér frá því, sem áður var, eru þessar:

1. Atvinnudeildin er lögð undir stjórn háskólans.

2. Tekin skal upp kennsla í náttúrufræði við deildina.

3. Rannsóknir varðandi búfjársjúkdóma teknar undan landbúnaðardeild og lagðar undir læknadeild.

4. Stofnun fiskiðnaðardeildar.

5. Rannsókn byggingarefna í samræmi við óskir síðasta Alþingis.

Menntmn. flytur á þskj. 772 allvíðtækar brtt. við frv., þótt hún hins vegar fallist á meginefni þess, og skal ég rekja nokkuð efni þessara brtt. Ég vil fyrst geta þess, að frv. er þannig byggt upp, að fyrst eru ákvæði um kennslu þá, sem þar á að fara fram. N. þótti rétt að snúa þessu við, þannig að fyrst kæmu ákvæði um atvinnudeildina sem rannsóknastofnun, þar eð það verður aðalverkefni hennar.

1. gr. samkv. brtt. n. er í meginatriðum ábreytt 5. gr. eins og hún er í frv., eða að öðru leyti en því, að í stað fiskirannsóknadeildar kemur fiskideild.

2. gr. skv. brtt. er nánari skýring á verkefnum fiskideildarinnar. Eftir till. sérfræðinga var fellt niður ákvæðið um vatnarannsóknir.

3. gr. skv. till. n. svarar til 7. gr. í frv. og hljóðar svo: Fiskiðnaðardeild starfar að rannsóknum á hagnýtingu sjávarafurða, tilreiðslu þeirra til markaða og geymslu.

4. brtt. n. svarar til 8. gr. frv. og fjallar um verkefni iðnaðardeildarinnar

5. brtt. n. svarar til 9. gr. frv. og fjallar um verkefni landbúnaðardeildar.

6. brtt. n. svarar til 10. gr. frv.

7. brtt. er um starfsmenn atvinnudeildarinnar. Í frv. er gert ráð fyrir, að forseti skipi forstöðumenn hverrar deildar og hafi þeir sama rétt sem prófessorar, en aðra sérfræðinga á ráðherra að skipa, og hafa þeir sama rétt sem dósentar við háskólann.

Mjög var um það rætt í n., hvort ekki væri rétt að hafa hér 3 flokka. Varð sú skoðun ofan á, að rétt mundi, að forstöðumenn undirdeildanna væru skipaðir úr hópi sérfræðinganna til 4 ára í senn, svo að þetta starf gengi á milli starfsmanna deildanna. 2. flokkur væru sérfræðingarnir, skipaðir af ráðherra með sömu réttindum og dósentar. N. taldi rétt að binda hér starfsmannafjöldann, eins og tíðkast við aðrar deildir háskólans, og taldi hæfilegt, að miðað væri við 13 sérfræðinga. Er það ekki fjölgun frá því, sem nú er. N. þótti ekki fært að ákveða í lögum fleiri starfsmenn, en gerir ráð fyrir, að ráðherra geti á hverjum tíma bætt við sérfræðingum, eftir því sem verkefni kalla og fjármagn leyfir.

8. brtt. n. svarar til 1. gr. frv. og fjallar um að atvinnudeildin skuli veita nemendum með stúdentspróf kennslu í náttúrufræði og nokkrum öðrum fræðigreinum skyldum.

9. gr. eftir till. n. samsvarar 2. gr. frv. og gerir ráð fyrir, að nemendur ljúki prófi úr þessari deild eftir 3 ára nám, og veiti það próf rétt til kennslu í náttúrufræði í gagnfræðaskólum og öðrum skyldum skólum. Þeir, sem kunnugir eru, telja að mikill skortur sé á kennurum í þessum greinum og fulla þörf á að bæta úr. Í fylgiskjali með frv. er bréf frá mþn. í skólamálum, bar sem upplýst er, að nú þegar vanti 10–12 náttúrufræðinga og 3 árlega hin næstu ár. Af þessu má slá, hve brýn þörf er fyrir þessa deild.

Mjög kom til orða í n., að þessi kennsla færi fram við væntanlega kennaradeild við háskólann, en hins vegar þótti ekki fært að fela þetta deild, sem enn þá er ekki stofnuð, þótt þetta væri eðlileg skipan. En vitanlega má breyta þessu síðar.

10. brtt. fjallar um kennsluskyldu og svarar til 3. gr. frv. Í frv. er gert ráð fyrir, að sérfræðingum atvinnudeildar sé ákveðin þóknun af ráðherra fyrir kennslu í þeim greinum, sem atvinnudeildin veitir kennslu í. N. þótti sjálfsagt, að þessi kennsla teldist til starfa sérfræðinganna, og felldi því niður ákvæðið um aukagreiðslur: En aftur á móti þótti rétt, að undanþiggja mætti suma kennsluskyldu vegna rannsóknastarfa.

11. brtt. er samsvarandi 4. gr. frv. 12. gr. frv. skal falla niður í samræmi við fyrri brtt. Verður þá 13. gr. 12. gr. og hljóðar svo samkv. brtt. n.: Atvinnudeild lýtur lögum og reglugerð Háskóla Íslands, nema á annan veg sé mælt í lögum þessum.

14. gr. frv. er óbreytt, en verður 13. gr. samkvæmt framangreindu.

15. brtt. n. er við 15. gr. frv., sem verður 14. gr., og skal bætast við hana ný málsgr., svo hljóðandi:

„Um lagning vegar að tilraunastöðinni á Keldum frá þjóðveginum um Mosfellssveit gilda ákvæði IV. kafla vegalaga, nr. 101 1933.“ Jörðin að Keldum var fyrir nokkru keypt til starfa fyrir landbúnaðardeildina sem nokkurs konar rannsóknarstöð vegna búfjársjúkdóma. Nú hefur Rockefellersstofnunin gefið 1 millj. kr. til þessara rannsókna, en sett það skilyrði, að viðkomandi tilraunastöð lyti læknadeild háskólans, og eru þessar brtt. í samræmi við það. Hins vegar lítur n. svo á, að ekki sé rúm fyrir aðrar tilraunir samhliða á þessari jörð, en sér þó ekki ástæðu til að gera neinar till. um, hvernig ráða má bót á þeirri vöntun, sem er á jarðnæði fyrir aðrar tilraunir, svo sem jurtakynbætur o. fl.

16. brtt. fjallar um þau ákvæði í lögum, sem falla úr gildi með samþykkt þessa frv.

17. brtt. er einungis leiðrétting. Loks er 18. brtt. um að ákvæði til bráðabirgða falli niður.

Verkefni mþn. var m. a. að gera till. um, hvaða greinir skuli teknar til meðferðar í atvinnudeild háskólans. Þetta þótti n. sjálfsagt að hafa óbreytt til að halda þessum tengslum við landbúnaðinn.

Ég sé ekki ástæðu á þessu stigi málsins til að ræða frekar um frv., en vil aðeins taka fram, að þetta hefur verið mjög lengi til rækilegrar athugunar í n. og rætt við helztu aðila, sem þetta mál snertir.

Ég vil leggja til, að brtt. verði samþ. og frv. þannig breytt gangi fram.