15.04.1946
Neðri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í C-deild Alþingistíðinda. (3995)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Menntmn. hefur orðið sammála um að flytja skriflega brtt. um viðbót við 5. gr. frv., og er hún á þessa leið: „Landbúnaðarráðuneytið hefur með höndum yfirstjórn þessarar deildar.“ — Er þá svarað fyrirspurn hv. 1. þm. N.-M. varðandi þessa deild. Um hinar deildirnar er það skýrt fram tekið, að þær hlíta lögum háskólans og heyra undir menntamálaráðuneytið.

Mér þykir rétt að leiðrétta þann misskilning, sem fram hefur komið, að dósentum, sem starfa við atvinnudeildina, sé tryggt 3 mánaða sumarfri. Um slíkt er ekkert ákveðið í lögum þessum. Að vísu er, kennslutíminn ekki nema 9 mánuðir, en flestir kennarar við háskólann nota hinn tíma ársins til að vinna að sínum málum varðandi kennsluna, t. d. með því að semja kennslubækur. En aðalstarf þessara dósenta verður ekki kennsla, heldur rannsóknir, þess vegna er það misskilningur, að þeim sé tryggt sumarfrí.

Ég vænti, að menntmn. hafi nú með brtt. sínum numið burtu flest það, sem ágreiningi hefur valdið.