19.11.1945
Neðri deild: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2137 í B-deild Alþingistíðinda. (40)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. félmrh., en undirstrika þá beiðni mína, að ákveðið verði hið fyrsta um það, hvort frv. þetta verði lagt fram af hálfu ráðuneytisins. Ég álít, að þær miklu framkvæmdir, sem nú er verið að efna til víðs vegar á landinu, geri nauðsynina fyrir þessa löggjöf enn þá meir knýjandi en áður hefur verið. Og ég býst við, að það muni kannske fleiri hv. þm. vera sama sinnis og ég um það, að sé ekki að vænta frv. um þetta efni frá hæstv. ríkisstjórn, þá mundu þeir sjálfir vilja flytja frv. um þetta efni, til þess að það fengi eðlilega meðferð hér á yfirstandandi hæstv. Alþ.

En ég vil þakka hæstv. félmrh., að hann hefur lýst yfir, að hann muni taka þetta til meðferðar hið fljótasta.