19.12.1945
Sameinað þing: 20. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í D-deild Alþingistíðinda. (4008)

134. mál, landsvistarleyfi nokkurra útlendinga

Einar Olgeirsson:

Þótt einhver meiri hl. einhverrar n. vilji hroða af einhverju máli, án þess að rannsókn á því hafi farið fram, þá þýðir það ekki það, að minni hl. n. sé bannað að gera þessa rannsókn. Það vita og allir, að síðan þessu máli var hroðað af til hv. utanrmn., hefur ekki verið mikill tími fyrir n. til starfa. Það er enn fremur kunnugt, að mörg þýðingarmikil mál bíða nú afgreiðslu, sem ég býst við, að liggi miklu meira á en þessu máli, og býst ég við, að margir mundu koma á eftir og fara fram á hið sama, ef þetta mál yrði tekið upp aftur.