19.12.1945
Sameinað þing: 20. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í D-deild Alþingistíðinda. (4009)

134. mál, landsvistarleyfi nokkurra útlendinga

Magnús Jónsson:

Ég vil eindregið mótmæla því, að þessu máli hafi verið hroðað af, þegar mjög mikill meiri hl. n. er alráðinn í því og þykist hafa nægar upplýsingar til þess að mæla með málinu óbreyttu. N. hefur klofnað í málinu og hefur meiri hl. skilað sínu áliti. Þetta er því allt fullkomlega þinglegt. Hitt er svo annað mál, hvort hv. minni hl. hefur unnið nokkuð að málinu síðan.