19.12.1945
Sameinað þing: 20. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í B-deild Alþingistíðinda. (408)

16. mál, fjárlög 1946

Gunnar Thoroddsen:

Ég hefði viljað, að liðurinn stæði óbreyttur og veitt væri ein millj. kr. til byggingar menntaskóla í Reykjavík. En þar sem nú er búið að breyta þessu, tel ég ekki fært að samþ. einnar millj. kr. hækkun og segi því já.

Brtt. 352,30.b samþ. með 29:9 atkv.

— 352,31 samþ. með 26:6 atkv.

— 352,32.a samþ. með 36 shlj. atkv.

— 352,32.b samþ. með 32 shlj. atkv.

— 352,33 samþ. með 37 shlj. atkv.

— 362,XXXIII samþ. með 34 shlj. atkv.

— 362,XXXIV samþ. með 26:9 atkv.

— 362,XXXV samþ. með 21:16 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: EmJ, GÞ, GSv, HB, HermJ, JörB, KA, GB, SigfS, SG, SEH, STh, SÞ, StgrA, ÁS, ÁkJ, BG, BSt, BrB, EOI, EE.

nei: EystJ, GJ, GÍG, JS, JJ, LJóh, PZ, PÞ, PM, PO, SB, SK, SkG, ÞÞ, BBen, JPálm.

FJ, GTh, HG, HelgJ, IngJ, IngP, JJós, MJ. ÓTh, PHerm, StJSt, SvbH, ÁÁ, BÁ greiddu ekki atkv.

1 þm. (BK) fjarstaddur.

6 þm. gerðu grein fyrir atkv.: