27.04.1946
Efri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í C-deild Alþingistíðinda. (4097)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Það væri ef til vill rétt að taka það fram til athugunar að leysa málið þannig að vísa því til n., sem gæti afgreitt það fljótlega, en þá verður að fá úr því skorið frá form. viðkomandi n., hvort hún geti skilað áliti innan skamms. Yrði það þá líklega annað hvort allshn. eða fjhn., sem fengi þetta til meðferðar. Ég skal ekki enn um það segja, hvort hægt er að vísa málinu til sömu n. samkv. þingsköpum, en ef það væri gert í þessu tilfelli, væri það sama og fella málið frá afgreiðslu á þessu þingi, og af þeirri ástæðu hlýt ég að standa á móti þeirri aðferð. — Ég vildi mælast til þess, að hv. form. allshn. og fjhn. vildu láta í ljós sitt álit viðvíkjandi uppástungu minni.