23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í D-deild Alþingistíðinda. (4101)

201. mál, byggingarstyrkur til flóabáts

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Eins og hv. frsm. fjvn. tók fram, þá hefur n. breytt nokkuð þáltill. þessari. Vildi ég aðeins taka fram, að ég er fullkomlega samþykkur þeim breyt. Aðalbreyt. er í því fólgin, að framlag til bátsins verði eignarhluti ríkissjóðs í útgerðinni og að ríkissjóður eigi einn mann í stjórn fyrirtækisins. Þeir, sem standa að byggingu þessa báts, eru sammála því, að þessi breyt. verði gerð á till. Og við flm. erum sammála þessari breyt. og þökkum hv. fjvn. fyrir góða afgreiðslu á málinu.