24.04.1946
Sameinað þing: 38. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í D-deild Alþingistíðinda. (4109)

51. mál, Þjórsárbrúin

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Eftir tilmælum hv. frsm.. 1. þm. Rang., sem hefur fjarvistarleyfi í dag, vil ég aðeins með nokkrum orðum skýra frá afgreiðslu fjvn. á þessu máli, en álit hennar liggur fyrir á þskj. 767. Eins og þar kemur fram, fékk n. umsögn vegamálastjóra um þessa till., og er álit hans, sem hann sendi n., prentað hér á þessu þskj. N. leggur þar til. að ríkisstj. verði falið fyrir næsta Alþingi að gera till. og kostnaðaráætlun um byggingu nýrrar brúar á Þjórsá. Taldi n. að fenginni umsögn vegamálastjóra, að þetta væri heppilegasta afgreiðsla þessarar þáltill.