24.04.1946
Sameinað þing: 38. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í D-deild Alþingistíðinda. (4162)

238. mál, togarakaup bæjar- og hreppsfélaga

Frsm. 2. minni hl. (Gísli Jónsson.) :

Hvað viðkemur ræðu hv. þm. N-Ísf., þá skildi ég ekki vel, við hvað hann átti með því, að till. mín væri rýmkun á lánsheimildinni og því væri mín till. óaðgengilegri. En mér skildist, að hann vildi hafa hér sem rýmst um sig. En hvað viðkemur aths. hæstv. forseta, þá gæti ég fellt úr till. minni síðustu málsgr., og yrði ég þá að bera fram brtt. við brtt. mínar á þskj. 972, og væri þá málinu bjargað, sbr. yfirlýsingu hv þm. N-Ísf.