27.04.1946
Efri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í C-deild Alþingistíðinda. (4179)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Eiríkur Einarsson:

Það er fyrirspurn. Ég býst við, að hæstv. forsrh. sé kunnugt um, að hv. form. menntmn. er fjarverandi vegna veikinda, og veit ég ekki, hvort hann ætlast til þess, að n. taki málið til athugunar brátt fyrir það. Ég vil sem skrifari n. fá að vita um það, hvort það eru eindregin tilmæli, að n. taki málið til nýrrar athugunar þrátt fyrir fjarveru hv. form. n.