27.04.1946
Efri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í C-deild Alþingistíðinda. (4180)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Út af fyrirspurn hv. þm. þá vil ég lýsa yfir, að það er meining mín. Mér er kunnugt, að hv. form. n., 1. þm. Reykv., er veikur, en það mætti samt taka málið til afgreiðslu með því, að nm. færu heim til hans eða hefðu símasamband við hann, því að hann er ekki þungt haldinn. Mér er ánægja að tala við hann um þetta, og ég veit, að hann mundi ekki taka það illa upp, þó að þessi málsmeðferð yrði höfð, og vænti ég þá, að aðrir sætti sig við það.