27.04.1946
Efri deild: 116. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í C-deild Alþingistíðinda. (4192)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Bjarni Benediktsson:

Ég býst við, að það sé rétt hjá hæstv. ráðh., að málið hafi fengið góðan undirbúning utan þingsins. Þessa rökst. dagskrá, sem nú er fram komin, hygg ég vera áminning til hæstv. forseta fyrir þá lögleysu, sem hann hefur haft í frammi. Ég mun því greiða atkv. með rökst. dagskránni sem slíkri. — Viðvíkjandi því, sem hæstv. ráðh. sagði um, að Keldur mundu missa framlag Rockefellerstofnunarinnar, þá er það algerlega á hans ábyrgð. Ég bauð honum upp á samstarf um, að Keldur yrðu teknar út, en hann neitaði.